Getur verið dagamunur Mynd byggð á MODIS myndum frá NASA og slík mynd frá 6.3.2013 er höfð í bakgrunni. Línurnar gefa til kynna mörk þess hafíss sem myndast inni á firðinum, þ.e. lagnaðaríss eða landfasts íss annars vegar, og rekíssins hins vegar.

Getur verið dagamunur

Mynd byggð á MODIS myndum frá NASA og slík mynd frá 6.3.2013 er höfð í bakgrunni.

Línurnar gefa til kynna mörk þess hafíss sem myndast inni á firðinum, þ.e. lagnaðaríss eða landfasts íss annars vegar, og rekíssins hins vegar. Vindar og hafstraumar bera rekísinn áfram allan veturinn en lagnaðarísinn er stöðugri allt fram á sumar þó flekar eigi það til að brotna úr jaðrinum.

Aðstæður í Scoresbysundi eru þannig að lagnaðarís myndast inni á firðinum um haustið og veturinn en brotnar yfirleitt ekki upp og bráðnar fyrr en um mitt sumar. Í fjarðarmynninu er gjarnan stór vök, en þangað inn á rekísinn nokkuð greiða leið yfir veturinn.

Mörkin sem eru dregin á myndina sýna ástandið snemma í febrúar árin 2010-2013. Eins og sjá má er breytileiki á milli ára talsverður, en einnig getur verið talsverður dagamunur. Í lygnu veðri er ísinn afar fljótur að myndast á vökum enda sjórinn lagskiptur, og efst er mjög kaldur og tiltölulega seltulítill sjór sem frýs auðveldlega.