Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær tillögu borgarstjóra um að Reykjavíkurborg gerðist aðili að Samtökum vinaborga brúðuleikhúss, The International Association of the Puppet-friendly Cities.

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær tillögu borgarstjóra um að Reykjavíkurborg gerðist aðili að Samtökum vinaborga brúðuleikhúss, The International Association of the Puppet-friendly Cities.

Á fundinum var farið yfir erindi frá Hildi Magneu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Brúðuheima og verkefnisstjóra BIP-hátíðar, ásamt umsögn menningar- og ferðamálasviðs, en í erindinu kom fram að verkefnið bæri engan aukakostnað með sér.

Hildur Magnea Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Brúðuheima, er hæstánægð með tillöguna. „Þetta eflir tengslin við alþjóðlega umhverfið og þótt þetta sé ekki skuldbinding frá borginni er tillagan viljayfirlýsing til þess að vinna með okkur að framgangi brúðulistarinnar sem hefur verið að breytast mikið á allra síðustu árum,“ segir Hildur. agf@mbl.is