Í keppni Stilla úr Still Life, Kyrralífsmynd. Enski leikarinn Eddie Marshan fer með aðalhlutverk myndarinnar, hlutverk Johns Mays.
Í keppni Stilla úr Still Life, Kyrralífsmynd. Enski leikarinn Eddie Marshan fer með aðalhlutverk myndarinnar, hlutverk Johns Mays.
Kvikmyndin White Shadow eftir leikstjórann Noaz Deshe verður ekki á formlegri dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem hófst í gær.
Kvikmyndin White Shadow eftir leikstjórann Noaz Deshe verður ekki á formlegri dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem hófst í gær. Myndin var í flokknum Vitranir, aðalkeppnisflokki hátíðarinnar, og segir í tilkynningu frá RIFF að mikil eftirsjá sé að henni. Eftirspurn eftir myndinni frá erlendum aðilum hafi orðið til þess að taka þurfti hana af formlegri dagskrá hátíðarinnar. Sérstök, leynileg sýning var haldin á myndinni í gær og var leikstjóri myndarinnar viðstaddur hana. Myndin verður ekki sýnd aftur á RIFF. Kvikmyndin Still Life eftir Uberto Pasolini hefur verið tekin inn í keppnisflokkinn Vitranir í stað White Shadow , og mun því keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gyllta lundann. Still Life er bresk-ítölsk kvikmynd og segir af John nokkrum May sem hefur þann starfa að finna skyldmenni þeirra sem látist hafa einir og yfirgefnir. May er einum of metnaðarfullur í starfi, fer út fyrir verksvið sitt og skipuleggur jarðarfarir ef ekkert finnst skyldmennið.