Sópran Margrét Hannesdóttir.
Sópran Margrét Hannesdóttir.
Tveir strengir er yfirskrift hádegistónleika sem fram fara í Háteigskirkju í dag kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum sem Lilja Eggertsdóttir er listrænn stjórnandi að.
Tveir strengir er yfirskrift hádegistónleika sem fram fara í Háteigskirkju í dag kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum sem Lilja Eggertsdóttir er listrænn stjórnandi að. Á tónleikunum munu Margrét Hannesdóttir sópran og Lilja Eggertsdóttir píanóleikari flytja ljóðaflokk op. 13 eftir bandaríska tónskáldið Samuel Barber. Einnig verða flutt þekkt íslensk og þýsk klassísk sönglög. Tónleikarnir eru um 30 mínútur að lengd. Almennt miðaverð er þúsund krónur.