Þingmenn biðjist afsökunar Mér finnst að þingmenn ættu að biðja samstöðuhóp öryrkja og aldraða afsökunar á framkomu sinni í garð okkar en við stóðum nýlega fyrir tvennum friðsamlegum mótmælum við Alþingi.

Þingmenn biðjist afsökunar

Mér finnst að þingmenn ættu að biðja samstöðuhóp öryrkja og aldraða afsökunar á framkomu sinni í garð okkar en við stóðum nýlega fyrir tvennum friðsamlegum mótmælum við Alþingi. Í fyrra skiptið voru fjórir aðilar sem fóru inn í anddyri Alþingishússins og töluðu við þingvörð sem sagðist ætla að ná í einhvern þingmann til að taka við a4-blaði sem innihélt kröfur okkar. Við biðum í 10 mínútur en þá komu lögreglukonur, sem settu á sig hanska (sem ég skil ekki) og báðu okkur að fara út sem og við gerðum án þess að fá að afhenda kröfur okkar. Í seinna skiptið biðu lögreglumenn í röðum við Alþingishúsið er við mættum, u.þ.b. 40 manns, þannig að við gátum engan veginn afhent kröfur okkar. Hvað er það sem skelfir þingmenn svona, ætla þeir að taka við þessu plaggi eða ekki? Mér finnst þetta lítilsvirðing í garð kjósenda úr röðum aldraðra og öryrkja.

Ein úr kröfuhópnum.