Eva Rún Snorradóttir
Eva Rún Snorradóttir
Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir og Vilborg Ólafsdóttir, sem skipa sviðslistahópinn Kviss búmm bang, halda fyrirlestur um vinnuaðferðir sínar og verk í fyrirlestrarsal myndlistardeildar LHÍ á Laugarnesvegi 91 í dag kl. 12.30.
Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir og Vilborg Ólafsdóttir, sem skipa sviðslistahópinn Kviss búmm bang, halda fyrirlestur um vinnuaðferðir sínar og verk í fyrirlestrarsal myndlistardeildar LHÍ á Laugarnesvegi 91 í dag kl. 12.30. „Í verkum Kviss búmm bang er áhersla lögð á áhorfendur og þátttöku þeirra, til lengri eða skemmri tíma, í sviðsettum aðstæðum. Hið eðlilega, og þar af leiðandi hið óeðlilega, er meginviðfangsefni hópsins, sem telur að setja megi spurningarmerki við allt,“ segir m.a. í tilkynningu. Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og er aðgangur ókeypis.