Matreiðslumaður ársins 2013 Ellefu matreiðslumenn taka þátt í forkeppni keppninnar á föstud. nk. Fimm efstu keppa til úrslita á sunnud. 29. sept.
Matreiðslumaður ársins 2013 Ellefu matreiðslumenn taka þátt í forkeppni keppninnar á föstud. nk. Fimm efstu keppa til úrslita á sunnud. 29. sept. — Ljósmynd/Matthías Þórarinsson
Keppnin Matreiðslumaður ársins verður haldin dagana 27.-29. september í Hótel- og matvælaskólanum, MK í Kópavogi. Ellefu matreiðslumenn taka þátt í forkeppninni sem haldin er föstudaginn 27. september.

Keppnin Matreiðslumaður ársins verður haldin dagana 27.-29. september í Hótel- og matvælaskólanum, MK í Kópavogi. Ellefu matreiðslumenn taka þátt í forkeppninni sem haldin er föstudaginn 27. september. Þeir sem ná fimm efstu sætunum fara síðan í úrslitakeppnina sunnudaginn 29. september.

Keppendur eru eftirfarandi:

Ari Þór Gunnarsson, Fiskfélaginu, Garðar Kári Garðarsson, Fiskfélaginu, Gísli Matthías Auðunsson, Slippnum, Vestmannaeyjum, Hafsteinn Ólafsson, Grillinu, Hótel Sögu, Hrafnkell Sigríðarson, Vox Restaurant, Ísak Vilhjálmsson, Íslenska tapashúsinu, Karl Dietrich Roth Karlsson, Sjávargrillinu, Sigurbjörn Benediktsson, Rub23, Sveinn Steinsson, Perlunni, Viktor Örn Andrésson, Bláa lóninu, og Víðir Erlingsson, Sjávargrillinu.

Í forkeppninni er eldaður þriggja rétta matseðill fyrir átta sem samanstendur af eftirfarandi grunnhráefnum sem þurfa að vera ríkjandi í réttunum: Í forréttinum þarf að vera rauðspretta, hnúðkál og lynghænuegg. Í aðalrétt á að vera nautaframhryggur og -kinn og gulrófur. Í eftirrétt á að vera grísk jógúrt og rifsber. Fimm dómarar dæma í blindsmakki þar sem tekið er tillit til margra þátta.