— Morgunblaðið/RAX
27. september 1922 Íslensk mynt fór í dreifingu í Reykjavík. Upphaflega voru slegnir 10 aurar og 25 aurar en krónan var slegin 1925. 27.

27. september 1922

Íslensk mynt fór í dreifingu í Reykjavík. Upphaflega voru slegnir 10 aurar og 25 aurar en krónan var slegin 1925.

27. september 1966

Rússneska skemmtiferðaskipið Baltika lagði af stað frá Reykjavík áleiðis til Miðjarðarhafs og Svartahafs með 421 íslenskan farþega. Ferðin var umtöluð, m.a. vegna áfengisneyslu.

27. september 1999

Samtökin Verndum Laugardalinn afhentu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra undirskriftir 35 þúsund borgarbúa sem mótmæltu fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum í Laugardal. Borgarstjóri sagði ekki hægt að horfa framhjá þessum mótmælum.

27. september 1999

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands datt af hestbaki og axlarbrotnaði þegar hann var í útreiðartúr í Landsveit með vinkonu sinni, Dorrit Moussaieff.

27. september 2005

Davíð Oddsson lét af ráðherraembætti, sem hann hafði gegnt samfellt síðan 30. apríl 1991, eða í rúm fjórtán ár. Lengst af var hann forsætisráðherra, í rúm þrettán ár, lengur en allir aðrir.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson