Í sókn Úlfar eru á meðal dýranna sem hefur fjölgað í Evrópu.
Í sókn Úlfar eru á meðal dýranna sem hefur fjölgað í Evrópu. — AFP
Rannsókn bendir til þess að mikilvægar dýrategundir hafi rétt úr kútnum á síðustu 50 árum og dýrum á borð við birni, úlfa, gaupur, erni og hrægamma hafi fjölgað verulega.

Rannsókn bendir til þess að mikilvægar dýrategundir hafi rétt úr kútnum á síðustu 50 árum og dýrum á borð við birni, úlfa, gaupur, erni og hrægamma hafi fjölgað verulega. Umhverfisverndarsinnar telja að þessa þróun megi meðal annars rekja til verndunar, veiðitakmarkana og íbúafækkunar í dreifbýli, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Rannsóknin var gerð á vegum náttúruverndarhreyfingarinnar Rewilding Europe. Hún náði til átján spendýra og nítján fuglategunda. Í ljós kom að öllum dýrunum fjölgaði nema íberísku gaupunni og sumum fjölgaði um allt að 3.000% á síðustu fimm áratugum, að sögn BBC .