Ekki rusl Engan pappír í gráar og grænar tunnur í Reykjavík
Ekki rusl Engan pappír í gráar og grænar tunnur í Reykjavík
Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Gráar og grænar tunnur í Reykjavík sem innihalda pappír verða ekki lengur tæmdar.

Gunnar Dofri Ólafsson

gunnardofri@mbl.is

Gráar og grænar tunnur í Reykjavík sem innihalda pappír verða ekki lengur tæmdar.

Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér í gær segir að pappír sé ekki rusl og því er ekki lengur heimilt að henda honum í gráar eða grænar tunnur Reykjavíkurborgar.

Nýr áfangi í grænni framtíð borgarinnar felst í því að slíkar tunnur verði ekki tæmdar ef pappír eða pappi er í þeim.

Ekki tæmdar eftir 10. október

Þar segir ennfremur að starfsfólk sorphirðu borgarinnar hafi undanfarið minnt íbúa á, þar sem það á við, að enginn endurvinnanlegur pappír eða pappi má fara í gráar og grænar tunnur. Það er gert með því að setja áminningarmiða á gráar og grænar tunnur sem augljóslega innihalda pappír.

Eftir 10. október verða slíkar tunnur sem innihalda pappír eða pappa ekki tæmdar og þurfa viðkomandi að fjarlægja allan pappír úr þeim áður en næsta losun getur átt sér stað.

Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði, sagðist í tilkynningunni vera ánægð með viðtökur Reykvíkinga gagnvart flokkun og endurvinnslu. Fjölmörg heimili hafa skilað gráum tunnum sem kosta er 18.600 þúsund krónur á ári og fengið bláa tunnu í staðinn sem kostar 6.500 krónur.