Jón Ögmundur Þormóðsson
Jón Ögmundur Þormóðsson
Fyrsti fyrirlestur vetrarins á Gljúfrasteini – húsi skáldsins verður nk. sunnudag í höndum Jóns Ögmundar Þormóðssonar lögfræðings. Hann mun segja frá gerð bókar sinnar Friður og stríð: hafsjór af tilvitnunum sem út kom á árinu.

Fyrsti fyrirlestur vetrarins á Gljúfrasteini – húsi skáldsins verður nk. sunnudag í höndum Jóns Ögmundar Þormóðssonar lögfræðings. Hann mun segja frá gerð bókar sinnar Friður og stríð: hafsjór af tilvitnunum sem út kom á árinu. Bókin hefur að geyma fimmtán hundruð tilvitnanir um frið og stríð frá ýmsum tímum og löndum. „Í verkum Halldórs Laxness má finna töluverðan fjölda tilvitnana um stríð og frið enda koma stríðstímar við sögu í mörgum þeirra. Skáldsagan Gerpla er lesendum Halldórs eflaust ofarlega í huga í þessu sambandi en í henni er m.a. deilt á stríð og þau tortímingaröfl sem þeim fylgja,“ segir m.a. í tilkynningu.

Fyrirlestur Jóns Ögmundar hefst kl. 16 sunnudaginn 29. september. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.