Martin Luther King
Martin Luther King
Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hleraði síma Martins Luthers King, þekktasta leiðtoga bandarískra blökkumanna og réttindabaráttu þeirra, þegar mótmælin gegn Víetnamstríðinu stóðu sem hæst.

Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hleraði síma Martins Luthers King, þekktasta leiðtoga bandarískra blökkumanna og réttindabaráttu þeirra, þegar mótmælin gegn Víetnamstríðinu stóðu sem hæst. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem birt hafa verið í Bandaríkjunum.

Þjóðaröryggisstofnunin njósnaði einnig um hnefaleikakappann Muhammed Ali, Tom Wicker, blaðamann New York Times , og Art Buchwald, blaðamann Washington Post . Stofnunin hleraði ennfremur síma tveggja öldungadeildarþingmanna, demókratans Franks Church og repúblikanans Howards Baker.

Njósnirnar voru liður í eftirliti sem beindist einkum að andstæðingum Víetnamstríðsins. Eftirlitið var fyrst afhjúpað á áttunda áratug aldarinnar sem leið en nöfnum þeirra sem njósnað var um hefur verið haldið leyndum þar til nú.