Steve Sampling
Steve Sampling
Möller Records heldur til Berlínar í næstu viku. Í tilkynningu frá fyrirtækinu er bent á að markaðsferðalag og tónlistarheimsókn til Evrópu sé kostnaðarsöm og því hyggist útgáfan efna til tónlistarveislu á Bravó á Laugavegi 22 í kvöld milli kl.

Möller Records heldur til Berlínar í næstu viku. Í tilkynningu frá fyrirtækinu er bent á að markaðsferðalag og tónlistarheimsókn til Evrópu sé kostnaðarsöm og því hyggist útgáfan efna til tónlistarveislu á Bravó á Laugavegi 22 í kvöld milli kl. níu og þrjú. Þar koma fram IfThenRun, 7oi, Nuke Dukem, Steve Sampling, Subminimal, Dj Dorrit og Techsoul.

Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum auk þess sem geisladiskar og niðurhalskóðar verða til sölu og rennur allur ágóði í ferðasjóð Möller Records. Möller-búðin verður opin á Bravó frá kl. 18.