Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni bætur vegna þess að ekki var lagður dómur á mál sem höfðað var gegn honum tímanlega eftir áfrýjun þess. Er ríkinu gert að greiða honum 300 þúsund krónur vegna þessa.
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni bætur vegna þess að ekki var lagður dómur á mál sem höfðað var gegn honum tímanlega eftir áfrýjun þess. Er ríkinu gert að greiða honum 300 þúsund krónur vegna þessa. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ráðist á unga stúlku í Laugardal 11. október 2010. Hann sat í gæsluvarðhaldi í 243 daga. Hann var dæmdur fyrir árásina í héraðsdómi en sýknaður í Hæstarétti þar sem sannanir þóttu ekki nægjanlegar. Í kjölfarið fór hann í skaðabótamál. Héraðsdómur dæmdi ríkið til að greiða manninum 1,5 milljónir kr. vegna gæsluvarðhaldsins. Hæstiréttur taldi hins vegar að hann hefði sjálfur stuðlað að gæsluvarðhaldinu með svo veigamiklum hætti að honum yrðu ekki dæmdar bætur fyrir það.