Huldusteinn Þar eru þúsundir steina sem Vigdís og Ásbjörn hafa safnað.
Huldusteinn Þar eru þúsundir steina sem Vigdís og Ásbjörn hafa safnað. — Morgunblaðið/Golli
Í gömlu sundlauginni á Höfn er Huldusteinn, steinasafn í eigu hjónanna Vigdísar Vigfúsdóttur og Ásbjörns Þórarinssonar. „Við opnuðum safnið 2010, en höfðum safnað steinum í mörg ár. Við vorum ung þegar við byrjuðum að safna.

Í gömlu sundlauginni á Höfn er Huldusteinn, steinasafn í eigu hjónanna Vigdísar Vigfúsdóttur og Ásbjörns Þórarinssonar. „Við opnuðum safnið 2010, en höfðum safnað steinum í mörg ár. Við vorum ung þegar við byrjuðum að safna. Þetta er okkar áhugamál, að ganga á fjöll og tína steina,“ segir Vigdís. „Þegar sundlaugin var auglýst til sölu, fannst okkur hún hentugt húsnæði fyrir safnið okkar.“

Á safninu eru mörg þúsund steinar, aðallega úr íslenska steinaríkinu og að auki eru þar steingervingar. Opið er alla daga frá 1. júní til ágústloka en utan þess tíma er opið eftir samkomulagi. annalilja@mbl.is