Sigur Rós á Airwaves í fyrra.
Sigur Rós á Airwaves í fyrra.
Heildarvelta erlendra greiðslukorta hér á landi í nóvember í fyrra var 50% meiri en í sama mánuði 2011 og skýrist það m.a. af því að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stóð yfir fyrstu fjóra daga mánaðarins í fyrra en ekki árið á undan.

Heildarvelta erlendra greiðslukorta hér á landi í nóvember í fyrra var 50% meiri en í sama mánuði 2011 og skýrist það m.a. af því að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stóð yfir fyrstu fjóra daga mánaðarins í fyrra en ekki árið á undan. Þetta kemur fram í skýrslu hagfræðideildar Landsbankans frá því í desember í fyrra. „Þetta eru engin smáræðis áhrif og það styður alveg tölurnar sem við erum með, erlend kortavelta fór úr tæpum þremur milljörðum í 4,3 milljarða. Tölurnar sem við höfum verið að birta eru ekki nein bábilja,“ segir Grímur Atlason, stjórnandi hátíðarinnar sem hefst á miðvikudaginn, 30. október, og lýkur með tónleikum Kraftwerks 3. nóvember. 66-67