Umhverfisstofnun telur ekki raunhæft að urða meiri síld í Kolgrafafirði, en stórar síldartorfur gengu þar á land og drápust fyrr í ár.

Umhverfisstofnun telur ekki raunhæft að urða meiri síld í Kolgrafafirði, en stórar síldartorfur gengu þar á land og drápust fyrr í ár.

Næsti viðurkenndi urðunarstaður er Fíflholt og miðað við að úrganginum verði fargað þar er ljóst að kostnaður verður mjög mikill að því er segir í tillögu Umhverfisstofnunar um viðbragðsáætlun vegna hreinsunar í Kolgrafafirði. Reiknað er með að kostnaður við flutning og urðun hvers tonns af síld sé 19.000 krónur, og því myndi kosta 19 milljónir króna að urða 1.000 tonn.

Miðað við reynsluna af urðuninni frá í vor má reikna með að hægt sé að farga um 200 tonnum á dag. Leiga á fimm vinnuvélum í fimm klukkustundir á dag myndi auk þess kosta 475.000 krónur. Samanlagður heildarkostnaður af vinnu við urðunina myndi nema um 4,1 milljón króna á dag.

Skoða að loka firðinum

Hugmyndir hafa verið uppi um hvort best væri að loka firðinum til að koma í veg fyrir að síld gangi inn í hann, en bent hefur verið á að þær breytingar sem gerðar voru á mynni hans þegar hann var brúaður hafi verið ein ástæðna þess að síldin drapst í firðinum. Þær hafa þó fallið í grýttan jarðveg.

gunnardofri@mbl.is