— AFP
Bandaríski tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýja útgáfu af iPad-spjaldtölvunni. Kallast hún iPad Air. Tim Cook, forstjóri Apple, kynnti spjaldtölvuna á blaðamannafundi í San Francisco á þriðjudag.

Bandaríski tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýja útgáfu af iPad-spjaldtölvunni. Kallast hún iPad Air. Tim Cook, forstjóri Apple, kynnti spjaldtölvuna á blaðamannafundi í San Francisco á þriðjudag.

Nýja spjaldtölvan er sögð vera 43% þynnri en fyrri útgáfur og vegur hún aðeins 450 grömm, sem gerir hana að léttustu spjaldtölvunni á markaðinum í dag. Hún hefur að geyma sama A7-örgjörvann og finna má í iPhone 5S-snjallsímanum. Þá er áætlað að rafhlaðan endist í tíu klukkustundir.

Opinbert verð Apple á tölvunni er 499 dollarar, eða um 60 þúsund krónur, fyrir minnstu útgáfuna, 16 GB WiFi.

Spjaldtölvan fer í sölu hér á landi hinn 1. nóvember. kij@mbl.is