Jól Jólaauglýsingar plata mann í jólaskap of snemma.
Jól Jólaauglýsingar plata mann í jólaskap of snemma. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Það er orðið ansi langt síðan ég sá fyrstu jólaauglýsinguna. Sú var á prenti og þá var það jólahlaðborð. Nú hafa jólaauglýsingar á öldum ljósvakans heldur betur færst í aukana.

Það er orðið ansi langt síðan ég sá fyrstu jólaauglýsinguna. Sú var á prenti og þá var það jólahlaðborð. Nú hafa jólaauglýsingar á öldum ljósvakans heldur betur færst í aukana. Í gærmorgun á leiðinni í vinnuna var Jóla-Bó auglýstur og lagið Þú komst með jólin til mín festist í mér þar til vinnudagur var á enda. Frostrósir syngja í hinsta sinn og þú ert ekki maður með mönnum nema að vera með miða. Jóla hitt og jóla þetta, jólin eru komin í Ikea!

Við vinnufélagarnir ræddum þetta fyrr í vikunni og vorum ekki viss hvort þetta hefði verið svona snemma í fyrra. Er maður svona fljótur að gleyma eða er þetta alltaf svona snemma? Sumarið er varla á enda og þá eru jólin handan við hornið. Að vísu er óhætt að segja að sumarið hafi aldrei almennilega látið sjá sig og kannski þess vegna sem öll jólasnilldin er auglýst svo snemma. Tilgangurinn er að selja og eflaust gremst það mörgum. Eðlilega, því jólaskapið lætur yfirleitt ekki á sér kræla fyrr en í fyrsta lagi um miðjan nóvember og enn er 61 dagur til jóla. Ég er ekki spennt fyrir því að kaupa jóla neitt alveg strax en þessar auglýsingar náðu mér að öðru leyti. Ég er komin í smá jólaskap.

Gunnþórunn Jónsdóttir

Höf.: Gunnþórunn Jónsdóttir