Fjármálafyrirtækið GAMMA verður aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands næstu þrjú árin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. GAMMA hefur verið meðal styrktaraðila Sinfóníunnar síðastliðin tvö ár en verður nú eini aðalstyrktaraðili hljómsveitarinnar. Samkomulagið var undirritað af Gísla Hauksssyni, forstjóra GAMMA, og Örnu Kristínu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Sinfóníunnar.
,,Það er okkur sérstakt ánægjuefni að fá fyrirtæki eins og GAMMA til liðs við okkur,“ sagði Arna Kristín. ,,Á undanförnum tveimur árum hafa forsvarsmenn GAMMA sýnt að þeir hafa raunverulegan áhuga á hljómsveitinni og starfi hennar. Það er okkur mikils virði að njóta stuðnings slíkra aðila.“
gunnardofri@mbl.is