24. október 1975 Kvennafrídagurinn. Íslenskar konur tóku sér frí á degi Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlegu kvennaári, til að sýna fram á mikilvægi starfa kvenna í þjóðfélaginu. Athafnalíf í landinu lamaðist að miklu leyti.

24. október 1975

Kvennafrídagurinn. Íslenskar konur tóku sér frí á degi Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlegu kvennaári, til að sýna fram á mikilvægi starfa kvenna í þjóðfélaginu. Athafnalíf í landinu lamaðist að miklu leyti. Á Lækjartorgi í Reykjavík var haldinn fundur sem 25 þúsund manns sóttu, flest konur.

24. október 1975

Sjónvarpsútsendingar í lit hófust hér á landi þegar hætt var að gera ráðstafanir til að „fjarlægja lit af myndsegulböndum,“ eins og segir í Ársskýrslu Ríkisútvarpsins.

24. október 1985

Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, tók sér umhugsunarfrest áður en hún skrifaði undir bráðabirgðalög til að binda enda á verkfall flugfreyja – á frídegi kvenna. Eftir að samgönguráðherra hafði hótað afsögn skrifaði forseti undir lögin.

24. október 2008

Ríkisstjórnin óskaði formlega eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.