Útherji varð að hugsa sig tvisvar um þegar hann renndi augunum yfir ný gildi Nýherjasamstæðunnar sem skráð er á hlutabréfamarkað. Þarna eru á ferðinni orð sem aldrei áður hafa birst opinberlega. Haldið ykkur fast. Gildin eru samsterk, þjónustuframsýn og fagdjörf.
Það þarf að leita í fréttatilkynninguna til að skilja við hvað er átt. Þar stendur að gildin dragi fram „mikilvægi framsýni við þjónustu, dirfsku í að breyta til og hvernig náið samstarf þess öfluga hóps, sem starfar hjá Nýherja, Applicon og TM Software, gefur möguleika á að skapa lausnir sem ekki er á allra færi að gera.“
Það er ugglaust rétt, takist almennum starfsmönnum að komast yfir kjánalegheitin.