Áslaug María Friðriksdóttir gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík 16. nóvember. Áslaug hefur verið borgarfulltrúi síðan í haust en varaborgarfulltrúi frá 2006.
„Ég vil láta meira að mér kveða á þessum vettvangi. Hægt er að ná mun meiri árangri í Reykjavík með breyttum áherslum. Forgangsraða þarf verkefnum og lækka verður skatta og álögur á borgarbúa,“ segir Áslaug m.a. í tilkynningu.
Áslaug er ein af stofnendum fyrirtækisins Sjá viðmótsprófana. Hún útskrifaðist með M.Sc.-gráðu í vinnusálfræði frá University of Hertfordshire á Englandi árið 1995.