Sviðin jörð Slökkviliðsmaður að störfum í Bláfjöllum í Nýju Suður-Wales.
Sviðin jörð Slökkviliðsmaður að störfum í Bláfjöllum í Nýju Suður-Wales. — AFP
Slökkviliðsmenn í Ástralíu reyndu í gær að slökkva kjarrelda sem geisað hafa í Nýju Suður-Wales. Um 70 eldar loguðu enn í gær og 29 þeirra héldu áfram að breiðast út.

Slökkviliðsmenn í Ástralíu reyndu í gær að slökkva kjarrelda sem geisað hafa í Nýju Suður-Wales. Um 70 eldar loguðu enn í gær og 29 þeirra héldu áfram að breiðast út. Heitur og þurr vindur torveldaði hjálparstarfið en hættan á að eldarnir bærust að útjaðri Sydney-borgar var talin hafa minnkað, um sinn að minnsta kosti. Um það bil 35 stiga hiti var á svæðinu í gær.

Alls hafa um 124.000 hektarar af kjarrlendi brunnið og meira en 200 hús eyðilagst í Nýju Suður-Wales síðustu sjö daga. Aðeins einn hefur látið lífið þar sem flestir íbúarnir á hættusvæðunum hafa forðað sér þaðan.