Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðinemi, gefur kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðinemi, gefur kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.

„Greiðar samgöngur, lágir skattar, öflugri miðbær, fallegri úthverfi, nægt framboð lóða, uppbygging nýrra hafnarmannvirkja og betri flugvöllur – allt mun þetta stuðla að bættum hag borgarbúa í borg framtíðarinnar, hreinni og snyrtilegri borg, öruggri og barnvænni. Borg fyrir fólk,“ segir Björn Jón m.a. í tilkynningu.

Björn Jón lauk meistaraprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2006. Hann stundar nú meistaranám í lögfræði við sama skóla.