Sigurgeir Guðjónsson
Sigurgeir Guðjónsson
Á morgun fer fram doktorsvörn við sagnfræði- og heimspekideild. Sigurgeir Guðjónsson ver doktorsritgerð sína, „Aðbúnaður geðveikra á Íslandi og umbætur yfirvalda fyrir daga geðspítala.
Á morgun fer fram doktorsvörn við sagnfræði- og heimspekideild. Sigurgeir Guðjónsson ver doktorsritgerð sína, „Aðbúnaður geðveikra á Íslandi og umbætur yfirvalda fyrir daga geðspítala.“ Vörnin fer fram í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands og hefst klukkan 13.00. Í rannsókninni er varpað ljósi á lífsskilyrði geðveiks fólks, opinbera stefnu í geðheilbrigðismálum og viðleitni lækna og stjórnvalda til að bæta hag geðsjúkra.