Hunang Stilla úr myndinni Miele.
Hunang Stilla úr myndinni Miele.
Evrópskir kvikmyndadagar verða haldnir í annað sinn á Akureyri 24.-27. október. Það er kvikmyndaklúbburinn KvikYndi sem stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við Evrópustofu, Sambíó Akureyri og Bíó Paradís.

Evrópskir kvikmyndadagar verða haldnir í annað sinn á Akureyri 24.-27. október. Það er kvikmyndaklúbburinn KvikYndi sem stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við Evrópustofu, Sambíó Akureyri og Bíó Paradís.

Allar myndirnar eru með íslenskum texta, og ein með enskum texta. Ókeypis aðgangur er á sýningarnar á meðan húsrúm leyfir en hver mynd er aðeins sýnd einu sinni.

Opnunarmyndin er hin margverðlaunaða belgísk/hollenska The Broken Circle Breakdown í leikstjórn Felix Van Groeningen sem sýnd verður kl. 20 í kvöld, en allir eru velkomnir í fordrykk kl. 19.15. Á morgun kl. 18 verður sýnd þýska myndin Oh Boy í leikstjórn Jans Ole Gerster. Á laugardag kl. 18 verður sýnd fransk/ítalska myndin Miele eða Hunang í leikstjórn Valeriu Golino. Dagskránni lýkur með rúmönsku myndinni Child's Pose eða Kvöl í leikstjórn Cãlins Peters Netzer sem sýnd verður á sunnudag kl. 18. Allar nánari upplýsingar um myndirnar má nálgast á vefnum á bioparadis.is.