Ferskur fiskur Vigfús færir fólki fisk heim að dyrum.
Ferskur fiskur Vigfús færir fólki fisk heim að dyrum. — Morgunblaðið/Golli
Fólki og fyrirtækjum á Höfn gefst nú tækifæri til að vera í fiskiáskrift. Í því felst að fiskurinn er fluttur einu sinni í viku heim að dyrum.

Fólki og fyrirtækjum á Höfn gefst nú tækifæri til að vera í fiskiáskrift. Í því felst að fiskurinn er fluttur einu sinni í viku heim að dyrum.

Frumkvöðullinn Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson á hugmyndina og hafa tugir einstaklinga og fyrirtækja nýtt sér þjónustuna. ,,Við breytum um tegund í viku hverri. Því fær fólk að njóta fjölbreytileika hafsins í hverri viku. Við flytjum þetta í frauðplastkössum og því skiptir ekki máli þó fólk sé að heiman þegar við komum. Þetta helst alltaf jafn ferskt og gott,“ segir Vigfús.

Einnig er hann með fiskbúð á netinu á heppa.is. „Burðurinn hefur verið ferðaþjónustan og hótelin á svæðinu. Það hefur farið á annað tonn á þann markað í sumar,“ segir Vigfús. vidar@mbl.is