Rjúpnaveiðar Þorleifur Bjarnason í Kaldadal ásamt Snoopy.
Rjúpnaveiðar Þorleifur Bjarnason í Kaldadal ásamt Snoopy.
Ídag ætlar Þorleifur Bjarnason að taka sér frí frá störfum sínum hjá Advania-tölvufyrirtækinu til þess að njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar í tilefni 50 ára afmælisins.

Ídag ætlar Þorleifur Bjarnason að taka sér frí frá störfum sínum hjá Advania-tölvufyrirtækinu til þess að njóta dagsins í faðmi fjölskyldunnar í tilefni 50 ára afmælisins. Um helgina verður hins vegar slegið upp veislu ásamt vinum, starfsfélögum og fjölskyldu í tilefni stórafmælsins. „Það gæti vel verið að konan mín kæmi mér á óvart í matseldinni, hún er snilldarkokkur,“ segir Þorleifur en hann er giftur Hildi Ómarsdóttur og saman eiga þau tvo syni, Björn 16 ára, og Ómar Þór 13 ára.

Þorleifur hóf feril sinn í tölvubransanum árið 1987 eftir að hafa lokið námi í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Um tíma vann hann sem tölvunarfræðingur fyrir Iðnaðarbankann, en á þeim tíma var tæknin önnur. „Ég byrjaði í PC-tölvuvæðingunni sem var í gangi þá og menn hófust handa við að nýta slíka tölvur í fyrirtækjarekstri. Þá voru það nokkuð stórar tölvur,“ segir Þorleifur. Þróun tækninnar hefur þotið áfram. „Við getum orðað það þannig að starfið sem ég vinn í dag er ekkert líkt því sem ég lærði á sínum tíma. Maður hefur stöðugt þurft að halda sér við allan starfsferilinn.“ Þorleifur bætir við að konan og börnin séu oft duglegri að tileinka sér nýja tækni, eins og t.d. spjaldtölvuna. „Ég fékk hjálp hjá syni mínum við að læra á snjallsíma. Þau sjá tæknina öðruvísi en ég af því að hún var ekki til þegar ég var lítill.“

larah@mbl.is