Baldur Arnarson baldura@mbl.is Atvinnulausir einstaklingar úr opinbera geiranum urðu flestir samtals 1.385 eftir hrunið en 15.515 í einkageiranum, séu hæstu gildi innan ólíkra mánaða á tímabilinu lögð saman.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Atvinnulausir einstaklingar úr opinbera geiranum urðu flestir samtals 1.385 eftir hrunið en 15.515 í einkageiranum, séu hæstu gildi innan ólíkra mánaða á tímabilinu lögð saman. Þetta má lesa úr gögnum Vinnumálastofnunar um þróun atvinnuleysis.

Skal tekið fram að hér er fjöldi fólks án vinnu í 17 starfsgreinum lagður saman í þeim mánuðum þegar atvinnuleysi í hverri grein var mest. Er misjafnt hvenær það varð.

Þrjár greinar af þessum 17 heyra að mestu undir hið opinbera; stjórnsýsla, skólar og velferðarmál. Atvinnuleysi í þeim greinum var mest 2,1-3,2% en mest 14,2%, 16,6% og 27,6% í þrem greinum einkageirans. Árið 2009 var þyngst í atvinnumálum fyrir einkageirann en 2010 og 2011 hjá hinu opinbera. Hjá Hagstofunni fengust þær upplýsingar að í vinnumarkaðskönnun væri atvinnuleysi ekki sundurliðað eftir hinu opinbera eða einkageira. Nefna ber að dæmi eru um einkarekstur hjá hinu opinbera.

Umskipti í öllum 14

Samtals 700
» Alls voru 46 skráðir án vinnu úr stjórnsýslu í september, 259 í skólum og 395 í velferðarmálum.