Nordea Minni hagnaður en spáð var.
Nordea Minni hagnaður en spáð var.
Hagnaður sænska bankans Nordea jókst um 13% á þriðja fjórðungi og nam 777 milljónum evra, 129 milljörðum íslenskra króna. Helsta skýringin á auknum hagnaði er sparnaðaraðgerðir sem bankinn hefur farið í.

Hagnaður sænska bankans Nordea jókst um 13% á þriðja fjórðungi og nam 777 milljónum evra, 129 milljörðum íslenskra króna. Helsta skýringin á auknum hagnaði er sparnaðaraðgerðir sem bankinn hefur farið í.

Þrátt fyrir aukinn hagnað er hann minni en sérfræðingar höfðu áætlað en að meðaltali hljóðuðu spár upp á 795 milljónir evra.

Tekjur bankans voru 2,426 milljarðar evra. Gengi hlutabréfa í bankanum lækkuðu um 1,5% eftir að uppgjörið var birt.