HEK Söngurinn spillir stundum fyrir en í öðrum lögum hæfir hann efninu.
HEK Söngurinn spillir stundum fyrir en í öðrum lögum hæfir hann efninu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sólóskífa Hauks Emils Kaabers sem kallar sig HEK. Haukur leikur á gítar og syngur.

Sólóskífa Hauks Emils Kaabers sem kallar sig HEK. Haukur leikur á gítar og syngur. Ýmsir leggja honum lið, helst Björgvin Gíslason sem stýrir upptökum og leikur á gítar, Bergur Geirsson á bassa, Þórdís Claessen á trommur, Jens Hansson á saxófón og María Viktoría á gítar, en hún söng einnig bakraddir.

Tónlistin á Please Tease Me er ósköp hefðbundin rokkmúsík, lögin mörg grípandi og skemmtileg, en önnur lakari eins og gengur. Útsetningar á plötunni og spilamennska eru í hæsta gæðaflokki. Á stundum verður það til þess að draga fram hve söngurinn er slakur, eins og til að mynda í upphafslagi plötunnar, Tina, eða í Confusion, en lyftir líka lögum, eins og heyra má á Don't Worry, þar sem söngur Hauks er hæfilega lágstemmdur, og í I'm On My Way þar sem flest gengur upp. Hugsanlega er ensk framsögn líka að þvælast fyrir, enda er lagið Upp, út, niðursuður þrælskemmtilegt.

Það er ekki endilega vandamál þótt söngvarinn sé raddlítill, syngi falskt stöku sinnum eða ekki með fallega rödd; fer allt eftir samhenginu, tilfinningu og túlkun. Þannig er því farið með þessa sólóskífu Hauks Emils Kaaber, því sumstaðar spillir söngur hans því sem fram fer, en í öðrum lögum hæfir hann efninu.

Árni Matthíasson

Höf.: Árni Matthíasson