Listamennirnir Auður Ómarsdóttir og Snorri Ásmundsson taka þátt í alþjóðlegu listahátíðinni La Calaca sem fram fer í San Miguel de Allende í Mexíkó 31. október til 3. nóvember nk.
Listamennirnir Auður Ómarsdóttir og Snorri Ásmundsson taka þátt í alþjóðlegu listahátíðinni La Calaca sem fram fer í San Miguel de Allende í Mexíkó 31. október til 3. nóvember nk. Hátíðin er haldin í kringum Dag hinna dauðu, árlega hátíð Mexíkóa sem fram fer 1.-2. nóvember. Í tilkynningu frá Snorra segir að þau Auður vilji skoða ólíka nálgun Íslendinga og Mexíkóa á dauðann og muni á hátíðinni sýna verk sem ber titilinn „Dauðadansinn“ sem sé tilfinningaþrunginn gjörningur þar sem þau leitist við að eiga samtal við dauðann og vekja spurningar um hann. Þau muni einnig sýna teikningar sem gerðar voru hér á landi og fjalla um dauðann.