Vísindi Makríllinn rannsakaður.
Vísindi Makríllinn rannsakaður. — Ljósmynd/Björn Gunnarsson
Fundur strandríkja um stjórnun makrílveiða hófst í London í gær og er reiknað með að fundinum ljúki á morgun. Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands, sagði í samtali við mbl.

Fundur strandríkja um stjórnun makrílveiða hófst í London í gær og er reiknað með að fundinum ljúki á morgun. Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands, sagði í samtali við mbl.is að gærdagurinn hefði farið í kynningu á vísindaráðgjöf og rannsóknum. Samkvæmt dagskrá væri gert ráð fyrir að formlegar samningaviðræður byrjuðu í dag.

Auk Sigurgeirs eru í viðræðunefndinni Jóhann Guðmundsson, atvinnuvegaráðuneytinu, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Steinar Ingi Matthíasson, fulltrúi atvinnuvegaráðuneytis í Brussel, Benedikt Jónsson, sendiherra í London, og Friðrik J. Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍÚ.