Tónlistarmönnunum sem tilnefndir voru til bresku Q-tónlistarverðlaunanna var létt þegar í ljós kom að David Bowie var hvergi sýnilegur.
Tónlistarmönnunum sem tilnefndir voru til bresku Q-tónlistarverðlaunanna var létt þegar í ljós kom að David Bowie var hvergi sýnilegur. Einn meðlimur hljómsveitarinnar Biffy Clyro sagði við blaðamenn að þá hefði hann áttað sig á að aðrir ættu möguleika á verðlaunum – Bowie var tilnefndur til sex fyrir hljómplötuna
The Next Day
en hreppti engin.
Opposites
, plata Biffy Clyro, var valin sú besta. Meðal annars var Glastonbury-tónlistarhátíðin valin besta tónlistaruppákoman, Belle and Sebastian voru verðlaunuð fyrir sjálfstæði, Ellie Goulding sem besti staki listamaðurinn og hljómsveitin Foals sló Rolling Stones út sem besta tónleikasveitin.