Hagnaður Marels á þriðja fjórðungi ársins nam sex milljónum evra, jafnvirði 996 milljóna króna, samanborið við 8,4 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Tekjur drógust saman um 4,5% á fjórðungnum og námu 156,9 milljónum evra.

Hagnaður Marels á þriðja fjórðungi ársins nam sex milljónum evra, jafnvirði 996 milljóna króna, samanborið við 8,4 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Tekjur drógust saman um 4,5% á fjórðungnum og námu 156,9 milljónum evra. Þá lækkuðu tekjur fyrstu níu mánaða ársins um 7,9% miðað við sama tímabil árið 2012.

Theo Hoen, forstjóri Marels, segir afkomuna vera viðunandi í ljósi markaðsaðstæðna. Umskipti hafi verið hægari en þeir hafi áður séð og búist við. „Skortur á stórum verkefnum hefur neikvæð áhrif á tekjumyndun,“ bendir hann á.

Reiknar félagið með að tekjur ársins lækki um 6 til 8% milli ára.