Lára Óskarsdóttir býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í tilkynningu segir Lára að helstu áherslumál hennar séu bættar samgöngur innan borgarinnar, málefni grunnskólanna og velferðarmál.

Lára Óskarsdóttir býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Í tilkynningu segir Lára að helstu áherslumál hennar séu bættar samgöngur innan borgarinnar, málefni grunnskólanna og velferðarmál. Hún telji að einkaframtakið megi nýta betur í ýmsum rekstri borgarinnar. Þá telji hún að tryggja eigi flugvellinum sess í Vatnsmýrinni.

Lára hefur ACC-gráðu sem markþjálfi og starfar hjá Vendum stjórnendaþjálfun. Þá kennir hún íslensku og dönsku á unglingastigi í Foldaskóla. Hún er formaður Félags sjálfstæðismanna í Laugarnes- og Túnahverfi.