Gunnarshús
Gunnarshús
Rithöfundasambandið opnar hús sitt, Gunnarshús að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík, fyrir gestum og gangandi í kvöld, fimmtudagskvöld klukkan 20, í tilefni Lestrarhátíðar í Reykjavík.

Rithöfundasambandið opnar hús sitt, Gunnarshús að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík, fyrir gestum og gangandi í kvöld, fimmtudagskvöld klukkan 20, í tilefni Lestrarhátíðar í Reykjavík. Boðið verður upp á dagskrá með skáldunum Antoni Helga Jónssyni og Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur.

Dagskráin hefur yfirskriftina „Ljóðið sem áttaviti í borginni“ og bregða skáldin upp myndum af þekktum kennileitum í borginni en nema líka staðar og skyggnast inn í hús og draga upp myndir af örlögum nokkurra borgarbúa. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.