Stokksnes Ratsjárstöðin sem var rifin um aldamótin var tilkomumikil að sjá.
Stokksnes Ratsjárstöðin sem var rifin um aldamótin var tilkomumikil að sjá.
Á árum kalda stríðsins rak bandaríski herinn ratsjárstöð á Stokksnesi við Eystrahorn, skammt austan við Hornafjörð. Starfsemin hófst árið 1955 og voru þar reistir einskonar skermar sem settu sterkan svip á umhverfið.
Á árum kalda stríðsins rak bandaríski herinn ratsjárstöð á Stokksnesi við Eystrahorn, skammt austan við Hornafjörð. Starfsemin hófst árið 1955 og voru þar reistir einskonar skermar sem settu sterkan svip á umhverfið. Námu stöðin og fleiri sambærilegar sem Bandaríkjamenn ráku hér á landi ýmsar upplýsingar sem voru mikilvæg gögn í refskák kalda stríðsins. Þegar best lét voru á annað hundrað manns á vaktinni á vegum Varnarliðsins; við Eystrahorn var í raun og veru lítil Ameríka. Skermarnir á þessu útnesi voru rifnir um aldamótin síðustu en í dag er á þessum stað önnur ratsjárstöð sem er hluti af samræmdu umsjónarkerfi fyrir flug á Norður-Atlantshafinu.