Vika 43 Kristján Þór tekur við skjalinu úr hendi Hildar Helgu.
Vika 43 Kristján Þór tekur við skjalinu úr hendi Hildar Helgu. — Ljósmynd/Odd Stefán
Vímuvarnavikan Vika 43 stendur núna yfir og af því tilefni var Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra fært innrammað þakkarskjal frá samstarfsráði um forvarnir vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um að setja „forvarnir í öndvegi“ í...

Vímuvarnavikan Vika 43 stendur núna yfir og af því tilefni var Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra fært innrammað þakkarskjal frá samstarfsráði um forvarnir vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um að setja „forvarnir í öndvegi“ í stjórnarsáttmálanum. Þar stendur m.a. „Bætt lýðheilsa og forvarnastarf verður meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar.“ Það var Hildur Helga Gísladóttir, formaður samstarfsráðs um forvarnir, sem afhenti ráðherra skjalið og hvatti í leiðinni ráðherra og ríkisstjórn til að efla enn frekar brautargengi félagasamtaka í forvarnastarfi á komandi misserum.

Að Viku 43 – vímuvarnaviku stendur samstarfsráð um forvarnir ásamt 24 félagasamtökum sem að þessu sinni beina kastljósinu að mikilvægi samtakamáttar allra um áherslur í forvörnum og heilsueflingu.