Kauphöll Lífeyrissjóðir eiga þriðjung.
Kauphöll Lífeyrissjóðir eiga þriðjung. — Morgunblaðið/Guðmundur
Lífeyrissjóðirnir eru stærsti einstaki eigandinn á íslenskum hlutabréfamarkaði en þeir eiga að minnsta kosti 30,3% hlut af heildarvirði markaðarins ef eignarhald þeirra er metið á grundvelli lista yfir stærstu eigendur.

Lífeyrissjóðirnir eru stærsti einstaki eigandinn á íslenskum hlutabréfamarkaði en þeir eiga að minnsta kosti 30,3% hlut af heildarvirði markaðarins ef eignarhald þeirra er metið á grundvelli lista yfir stærstu eigendur. Þetta segir greiningardeild Íslandsbanka.

Erlendir aðilar eru næststærsti eigendahópurinn með um 18,4% af markaðinum en þar gætir áhrifa af eignarhaldi þessara aðila í Össuri, Marel og Eimskipum, sem eru hlutfallslega stór félög í heildarvirði markaðarins. kij@mbl.is