Einar Örn Ólafsson
Einar Örn Ólafsson
Heimsmark-aðsverð á olíu hefur lækkað töluvert á síðustu dögum. Einar Örn Ólafsson, for-stjóri Skeljungs, sagði olíuna vera aðeins tæpan helming af útsöluverði eldsneytisins, en lækkanir skili sér hratt í verðið hér á landi.

Heimsmark-aðsverð á olíu hefur lækkað töluvert á síðustu dögum.

Einar Örn Ólafsson, for-stjóri Skeljungs, sagði olíuna vera aðeins tæpan helming af útsöluverði eldsneytisins, en lækkanir skili sér hratt í verðið hér á landi.

„Breytingar á olíuverði skila sér mjög hratt í verðið. Það er kannski tveggja til þriggja daga töf á því ef verðbreytingar eru verulegar,“ sagði Ólafur. „Meira en helmingur af verðinu hefur hins vegar ekkert með verð á olíu að gera, heldur er bara skattur sem breytist ekkert með olíuverði. Breytingin dofnar því þegar hún kemur hingað, skattarnir eru, allir nema virðisaukaskatturinn, föst krónutala á lítra.“ Annar kostnaður, svo sem við aðflutning, dreifingu og álagningu, haldist að sama skapi óbreyttur þrátt fyrir hreyfingar á heimsmarkaðsverði á olíu.

„Þessar hreyfingar hafa yfirleitt skilað sér nokkuð hratt hingað. Ef verðið er ekki mjög stöðugt úti þá breytist verðið að jafnaði kannski tvisvar til þrisvar í viku.“

gunnardofri@mbl.is