Argentínski Íslandsvinurinn, rithöfundurinn og ljóðskáldið Jorge Luis Borges er mörgum kær. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir málþingi um skáldskap hans á morgun, föstudag, kl. 14-17 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.
Argentínski Íslandsvinurinn, rithöfundurinn og ljóðskáldið Jorge Luis Borges er mörgum kær. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir málþingi um skáldskap hans á morgun, föstudag, kl. 14-17 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Málþingið er haldið í tilefni þess að út kom á árinu bókin Yfir saltan mar, þýðingar á ljóðum Jorge Luis Borges. Á málþinginu munu Hólmfríður Garðarsdóttir, Jón Karl Helgason, Sigrún Á. Eiríksdóttir og Jón Hallur Stefánsson fjalla um ævi og ritverk Borgesar. Daniel Balderston, prófessor og framkvæmdastjóri Borgesar-seturs við Háskólann í Pittsburg, flytur fyrirlesturinn „Hvernig skrifaði Borges: Um handritið Örlög Norðurlanda“. Fyrirlestur Daniels verður á ensku en annað efni fer fram á íslensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.