Vettvangur Lögreglan var fljót til.
Vettvangur Lögreglan var fljót til.
Fjöldi viðskiptavina í verslunarmiðstöðinni Kringlunni urðu vitni að átökum hóps manna á neðstu hæð hennar í gær sem enduðu með því að einn mannanna hlaut stungusár. Uppákoman átti sér stað um klukkan 14.00.

Fjöldi viðskiptavina í verslunarmiðstöðinni Kringlunni urðu vitni að átökum hóps manna á neðstu hæð hennar í gær sem enduðu með því að einn mannanna hlaut stungusár.

Uppákoman átti sér stað um klukkan 14.00. Að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, blönduðust fjórir eða fimm menn í átökin. Öryggisvörður hafi reynt að skerast í leikinn eftir að hafa gert lögreglu viðvart. Lögreglan hafi verið fljót á staðinn og fjarlægt mennina. Tveir menn voru handteknir vegna áfloganna og var maðurinn sem var stunginn fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er hann ekki alvarlega slasaður.

Ekki liggur fyrir hvert tilefni áfloganna var en ekkert eignartjón varð í hamagangnum að sögn Sigurjóns Arnar.