Ný verslun Íþróttavöruverslunin Sports Direct flytur í Lindir.
Ný verslun Íþróttavöruverslunin Sports Direct flytur í Lindir.
Verslunin Sports Direct á Smáratorgi í Kópavogi, opnar í dag nýja 2000 fermetra verslun í Lindum í sama bæ. Verður versluninni á Smáratorgi lokað í dag klukkan 18 en hún var opnuð þar í maí 2012.

Verslunin Sports Direct á Smáratorgi í Kópavogi, opnar í dag nýja 2000 fermetra verslun í Lindum í sama bæ.

Verður versluninni á Smáratorgi lokað í dag klukkan 18 en hún var opnuð þar í maí 2012.

Í tilkynningu segir, að með tilkomu nýrrar og stærri verslunar verði að minnsta kosti tíu ný stöðugildi til í Sports Direct á Íslandi. Þá verði enn meira úrval en áður en verslunin sé stærsta íþróttaverslun landsins. Áfram verði lögð áhersla á lágt verð.

Sports Direct er bresk verslunarkeðja, sem var stofnuð árið 1982 og hét þá Mike Ashley Sports. Hún er nú stærsta íþróttavöruverslun Bretlands. Á vegum keðjunnar eru reknar yfir 470 verslanir í Bretlandi og einnig eru verslanir á Írlandi, í Belgíu, Frakklandi, Portúgal, Hollandi og Slóveníu, auk Íslands.