Heimsókn Ingiríður Óðinsdóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir á vinnustofum SÍM í Lyngási í Garðabæ sem opnar verða gestum í dag.
Heimsókn Ingiríður Óðinsdóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir á vinnustofum SÍM í Lyngási í Garðabæ sem opnar verða gestum í dag.
Líkt og síðustu ár stendur Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) fyrir degi myndlistar, þar sem gestum og gangandi er boðið að heimsækja listamenn á vinnustofur þeirra, í dag milli kl. 14 og 17.
Líkt og síðustu ár stendur Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) fyrir degi myndlistar, þar sem gestum og gangandi er boðið að heimsækja listamenn á vinnustofur þeirra, í dag milli kl. 14 og 17. Í ár verður dagur myndlistar með dreifðara sniði en auk opnu vinnustofanna verða sýningar í listamannareknum rýmum, kynningar á myndlistarmönnum í bókabúðum og bíósýningar. Um hundrað myndlistarmenn út um allt land taka þátt í degi myndlistar og bjóða almenning velkominn á vinnustofur sínar þar sem gestum gefst kostur á að skoða vinnuaðstöðu og verk, spjalla beint við listamenn og fræðast um starfið. Þá munu gestavinnustofur sem taka á móti erlendum listamönnum út um allt land einnig taka þátt með listamannaspjalli og kynningum. Á næstu vikum býður SÍM í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg upp á kynningar í grunn- og framhaldsskólum landsins um starf listamannsins. Allar nánari upplýsingar um verkefnið og lista yfir opnar vinnustofur, kort og kynningarmyndbönd má sjá á vefsetrinu dagurmyndlistar.is.