Fjölbreytt Hér má gera góð kaup.
Fjölbreytt Hér má gera góð kaup.
Á milli klukkan 14 og 18 verður flóamarkaður Ferðaleikhússins, eða Light Nights, opinn.
Á milli klukkan 14 og 18 verður flóamarkaður Ferðaleikhússins, eða Light Nights, opinn. Þar verður hægt að fá allt á milli himins og jarðar: Ný og notuð föt og skó, antíkhúsgögn og yngri húsgögn, ritvélar, áttavita, myndir, verkfæri, gardínur, efnisbúta, hljómplötur og svo mætti lengi telja. Eflaust er hægt að finna eitt og annað í jólapakkana á þessum flóamarkaði sem að sögn þeirra sem hann halda verður nokkuð stór í sniðum. Flóamarkaðurinn verður á Baldursgötu 37 í Reykjavík og er inngangurinn á jarðhæð, Lokastígsmegin. Það er ekki úr vegi, sé á annað borð farið í göngutúr í miðbænum, að líta þarna inn og sjá hvað Ferðaleikhúsið er að selja.