[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Knattspyrnumaðurinn Halldór Hermann Jónsson er genginn í raðir Vals en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Hlíðarendafélagið. Hann er nú annar leikmaðurinn sem kemur til Vals frá Fram, á eftir Kristni Inga Halldórsyni.

Knattspyrnumaðurinn Halldór Hermann Jónsson er genginn í raðir Vals en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Hlíðarendafélagið. Hann er nú annar leikmaðurinn sem kemur til Vals frá Fram, á eftir Kristni Inga Halldórsyni. Halldór hefur leikið með Fram frá 2008. Hann er 29 ára gamall og á að baki 122 leiki með Fram í efstu deild. Hann er frá Neskaupstað og lék áður með Fjarðabyggð.

Viktor Bjarki Arnarsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson , tveir af reyndustu leikmönnum knattspyrnuliðs Fram, hafa skrifað undir nýja samninga við Safamýrarfélagið. Viktor Bjarki, sem er þrítugur miðjumaður, skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2016 og samningur Bjarna, sem er 29 ára varnarmaður, gildir til ársins 2015. Einar Már Þórisson, kantmaður úr KV, samdi líka við Fram í gær.

Ragnar Leósson , knattspyrnumaður frá Akranesi, sem hefur verið á mála hjá Eyjamönnum undanfarin tvö ár, er genginn til liðs við nýliða Fjölnis í úrvalsdeildinni og hefur samið við þá til tveggja ára. Ragnar, sem er 22 ára gamall, kom til Fjölnis í láni frá ÍBV í júlí í sumar. Hann skoraði sjö mörk í níu leikjum á lokaspretti 1. deildarinnar og átti stóran þátt í að koma Grafarvogsliðinu upp í efstu deild.

Rakel Hönnudóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik. Rakel gekk í raðir Breiðabliks frá Þór/KA fyrir tímabilið 2012 og hefur því spilað tvö ár með Blikunum en hún skoraði sigurmark þeirra gegn Þór/KA í úrslitaleik bikarkeppninnar í sumar. Rakel hefur spilað 55 A-landsleiki.