Fjórir karlar sem handteknir voru vegna Strawberries-málsins um síðustu helgi voru í gær úrskurðaðir af Héraðsdómi Reykjavíkur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fjórir karlar sem handteknir voru vegna Strawberries-málsins um síðustu helgi voru í gær úrskurðaðir af Héraðsdómi Reykjavíkur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu snýst rannsóknin um ætlaða sölu og milligöngu vændis, af hálfu forsvarsmanns og starfsmanna staðarins. Alls hafa sex menn verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við málið, en tveir þeirra eru nú lausir úr haldi lögreglu.

Um síðustu helgi voru fimm menn handteknir á staðnum og honum í kjölfarið lokað. Nokkrum dögum síðar var einn til viðbótar handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Sá síðastnefndi er einn þeirra sem í dag voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Mennirnir eru allir á fertugs- og fimmtugsaldri.