Hallveig Rúnarsdóttir
Hallveig Rúnarsdóttir
Kór Vídalínskirkju heldur tónleika í Vídalínskirkju í dag kl. 16.

Kór Vídalínskirkju heldur tónleika í Vídalínskirkju í dag kl. 16. Meðal sérstakra gesta á tónleikunum eru einsöngvararnir Erla Björg Káradóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Ingibjörg Guðjónsdóttir og Marta Guðrún Halldórsdóttir auk Kvennakórs Garðabæjar og nokkurra tónlistarmanna.

Á efnisskránni eru verk eftir m.a. W.A. Mozart, Andew Lloyd-Webber, C. Franck og Þorkel Sigurbjörnsson. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum en tónleikagestir geta styrkt orgelsjóð Vídalínskirkju með frjálsum framlögum.